Kron by Kronkron - Pils
Kron by Kronkron · Pils
Pilsasafn Kron by Kronkron er litríkt ferðalag inn í okkar eigin hugarheim. Hér mætast silki og silkiflauel í flæðandi sniðum með litríkum mynstrum sem við hönnum sjálf – pils sem hreyfast fallega, fangar ljósið og gefa klæðnaðinum dýpt og leik.
Mynstrin á pilsunum eru teiknuð og mótuð í Kronkron-heiminum; stundum draumkennd, stundum skörp, alltaf full af persónuleika. Silkið leggst mjúkt að húðinni, silkiflauelið bætir við ríkri áferð, og saman verða þau að pilsum sem fá að vera augnablik í dagsins önn – án þess að þurfa sérstakt tilefni.
Pilsin er hægt að klæða bæði upp og niður eftir stemningu; þau virka jafnt í vinnu, í borgarrölt, út að borða og í veislur. Markmiðið er einfalt: pils sem situr vel, hreyfist með þér og fær þig til að finna aðeins meira fyrir sjálfri þér.
Algengar spurningar
Hvað einkennir pils frá Kron by Kronkron?
Pilsin eru saumuð úr silki og silkiflaueli með litríkum mynstrum úr okkar hugarheimi. Þau eru hönnuð til að hreyfast fallega, gefa lit og líf inn í lúkkið og líða eins vel og þau líta út.
Úr hvaða efnum eru Kron by Kronkron pils?
Pilsasafnið byggir á silki og silkiflaueli. Silkið gefur létt, flæðandi fall og silkiflauelið bætir við djúpri, mjúkri áferð sem fangar ljósið á fallegan hátt.
Hvernig eru snið og stærðir á pilsunum?
Flest snið eru hönnuð til að sitja þægilega með rými til hreyfingar. Yfirleitt mælum við með að taka þína venjulegu stærð og skoða stærðarupplýsingar hjá hverri vöru ef þú vilt laust eða meira aðsniðið pils.
Við hvaða tilefni henta Kron by Kronkron pils?
Pilsin henta í vinnu, í borginni, í afmæli, á kvöldstund og í veislur. Með því að breyta topp, skóm eða yfirhöfn er einfalt að færa sama pils úr afslöppuðu daglúkki yfir í klæðilegra kvöldlúkk.




